Allt um algebru
Líkir liðir
Í stærðfræði skiptir hugtakaskilningur miklu máli. Hér er dæmi um það hvernig við útskýrum hugtök.
Að taka saman líka liði þýðir að sameina. Þú getur hugsað þetta eins og tegundir af ávöxtum þar sem þú sameinar eplin í eina körfu, appelsínur í aðra o.s.frv. Þú hugsar því x-in sem epli og y-in sem appelsínur og þannig sérðu þetta betur fyrir þér myndrænt.