Allt um algebru
Svigar
Svigar reynast mörgum nemendum erfiðir og því ekki að ástæðulausu að gerð séu sérstök kennslumyndbönd um sviga. Hér sérðu hvernig þú ferð að þegar um fleiri en einn sviga er að ræða.
Helsta niðurstaðan er að nota liti til að hjálpa þér að greina hvar innri svigarnir, sem þú byrjar á, eru. Byrja á að leysa innri sviga og síðan þá ytri.