Allt um algebru
Þáttun kennsla
Hér er kennslumyndband um þáttun sem skipar veigamikinn sess í stærðfræði á efsta stigi grunnskóla og fyrstu stigum framhaldsskóla. Eitt beittasta vopnið í þáttun er að taka sameiginlega þætti út fyrir sviga. Fylgstu vel með.
Til að ná föstum tökum á þáttun verðurðu að átta þig vel á hvernig þú tekur sameiginlega þætti út fyrir sviga. Hér er bæði átt við tölur og bókstafi. Eftir að þú hefur náð sameiginlegum þáttum út fyrir sviga verður eftirleikurinn yfirleitt einfaldur.