Allt um almenn brot
Samnefnari
Nemendur eiga oft erfitt með að átta sig á því af hverju verið er að finna samnefnara þegar um er að ræða samlagningu eða frádrátt almennra brota. Horfðu og hlustaðu vel á myndbandið og þá áttarðu þig á því.
Skilningur á hugtökum er algert lykilatriði í allri stærðfræði. Hugtakið samnefnari vefst fyrir mörgum og því er mikilvægt að skilja það algjörlega áður en lengra er haldið.