5 hættumerki um vaxandi fallhættu í stærðfræði

Hættumerki #1

Nemandinn getur ekki sett efnið í samhengi!

HÆTTUMERKI #1

Til að setja hluti í samhengi þarf nemandinn að skilja hugtökin.  Mörgum (kennurum og foreldrum) yfirsést þetta og gera ráð fyrir því að nemandinn skilji og þekki hugtök, þegar raunin er oft önnur.

Nemandi sem ekki getur sett nýtt efni í samhengi við eldra efni, skilur í raun ekki það sem verið er að kenna honum.  Hugtakaskilningur er því eitt af lykilatriðum góðrar stærðfræðikennslu.

Kennarinn fellur því auðveldlega í þá gryfju að nota hugtök við kennsluna sem nemandinn áttar sig ekki á.  Nemandi með slakan  hugtakaskilning á því erfitt með að skilja fyrirmæli.

Lesblindir nemendur (og með athyglisbrest) eiga oft sérstaklega erfitt með að muna merkingu stærðfræðihugtaka.​  Þeir eru því í sérstökum áhættuhópi hvað varðar stærðfræðiörðugleika.

Niðurstaða: Hugtakaskilningur er forsenda þess að nemandinn geti tekið á móti leiðbeiningum og sett nýjar upplýsingar í samhengi. Þegar þetta bregst eru forsendur nemandans til að læra ​efnið nánast brostnar!

LAUSNIN - OKKAR LEIÐ

Á fjarnámskeiðinu gætum við þess vel að nota ekki hugtök í kennslumyndböndum, nema útskýra fyrst í sérstökum hugtakavídeóum merkingu þeirra.

Við gefum ​okkur aldrei að nemandinn skilji hugtakið sem verið er að nota, og komum þannig í veg fyrir misskilning og óvissu.  Margir nemendur vilja ekki (eða þora ekki) spyrja kennarann hvað einstök orð þýða af ótta við athygli og jafnvel skömm.

SÝNISHORN ÚR NÁMSKEIÐINU
HUGTAKIÐ "STYTTING"

Hugtakamyndband er fyrsti hluti hvers kafla.

Hver efnishluti hefst á hugtakamyndbandi þegar það á við.  Markmiðið er að tryggja að nemandinn þekki og skilji hugtök sem notuð eru í kennslumyndböndunum sem koma í kjölfarið.

Forskot Express”


Ekki missa af..!!