Fjarnámskeið í stærðfræði fyrir 7.-10. bekk

Áttu ungling sem þarf hjálp í stærðfræði og vantar grunn?

Stundum er eina leiðin að kenna stærðfræði frá grunni - svo hvers vegna er það ekki oftar gert?

Augljóslega hefur bekkjarkennari hvorki tíma né getu til að bakka og kenna frá grunni.  Einkakennsla á sömu forsendum myndi kosta hundruð þúsunda og þá eru góð ráð dýr....

...þar komum við inn í!

Fjarnámskeiðið Hraðbraut er sérsamið frá grunni af reynslumiklum leiðbeinendum sem kenna flókna hluti á einföldu mannamáli sem barnið þitt skilur!

Snilldar framsetning!

ragnheiður - móðir

Drengurinn minn er lesblindur ásamt því að vera með athyglisbrest. Borið hefur á erfiðleikum í vetur í náminu og því skráði ég hann á þetta námskeið.

Honum finnst þetta bara ekkert mál eftir að hafa horft á kennslumyndböndin. Takk fyrir snilldar framsetningu á námsefni!

Eiginleikar Hraðbrautar

  • 100% fjarnámskeið, nemandinn stjórnar hraðanum
  • Virkar þvert á bekki
  • Hentar jafnvel illa stöddum nemendum
  • Efnið er vandað og einfalt í notkun
  • Síðast en ekki síst: Margfalt ódýrara en einkatímar

Jafnvel illa staddur nemandi kemst í gegnum námsefnið, án hjálpar frá foreldri.  Já, við kennum barninu þínu svo þú þurfir þess ekki!

NÁNARI UPPLÝSINGAR

Kolbeinn og Halldór í viðtali hjá Sirrý á Rás 2

Kolbeinn Sigurjónsson er lesblinduráðgjafi og hefur starfrækt Betra nám frá árinu 2004.  Halldór Þorsteinsson er viðskiptafræðingur og stærðfræðikennari og hefur margoft verið útnefndur besti kennarinn á sínum vinnustað.

Betra nám, Kjarna, 270 Mosfellsbæ, allur réttur áskilinn.