FJARNÁMSKEIÐ Í STÆRÐFRÆÐI FYRIR 7.-10. BEKK

VANTAR HJÁLP Í STÆRÐFRÆÐI?

Vandað, einfalt og hagkvæmara en einkatímar!
"Game changer!" - Foreldri

25% AFSLÁTTUR

Aðeins kr. 11.900.- 8.925/mán

12 vikna stærðfræðinámskeið

Fyrir nemendur sem standa tæpt, þurfa hjálp eða hafa dregist aftur úr


ÞANNIG TRYGGJUM VIÐ ÁRANGUR:

  • Álagi er stillt í hóf með nýju, vikulegu efni
  • Við kennum frá grunni, og sleppum engu
  • Efnistökin mynda eina heild
  • Við kennum aðeins eitt í einu og forðumst þannig rugling
  • Sérsamin æfingadæmi fylgja hverjum hluta
  • Lausnarmyndbönd fylgja öllum dæmum 

100% samfella.  Hvergi bil eða stökk.  Auðvelt er að læra frá grunni eða læra betur efni að eigin vali.

Eitt skref í einu. Stutt og hnitmiðuð kennslumyndbönd þar sem engu er sleppt.

Árangur. Sérsamin æfingadæmi ásamt lausnarmyndböndum tryggja skilning, því nemandinn strandar aldrei.

"VIÐ ERUM MJÖG ÁNÆGÐAR MEÐ NÁMSKEIÐIÐ!"

Hæ hæ! Það gengur vel hjá dömunni og hún er að vinna þetta á góðum hraða.

Mér finnst þetta henta henni mjög vel. Hún biður mig sjaldan um hjálp lengur, vinnur þetta bara sjálf og fer yfir.

Í skólanum vantar ýmislegt inn í hjá henni því hún hefur oftast dregist aftur úr. Hún hefur fengið sérkennslu þar sem þau geta unnið hægar en í bekk.

Við erum mjög ánægðar með námskeiðið!

Olga - Móðir nemanda
"FRÁBÆRT NÁMSEFNI OG ÞAKKA YKKUR FYRIR AÐ HAFA BÚIÐ ÞETTA TIL"

Sælir!  Það er ekki auðvelt að viðurkenna það en ég er 35 ára gamall og er að stunda fjarnám í verkmenntaskólanum á Akureyri í meistaranámi.

Ég skráði mig til að rifja upp allt og finna það sem er að hjá mér í stærðfræðinni,

Ég hef alla tíð átt erfitt með stærðfræði og vonaði að námið ykkar muni létta mér róðurinn í gegnum stærðfræðina,

Það sem ég er búinn að sjá af þessu er frábært námsefni og ég þakka ykkur fyrir að hafa búið þetta til þið eruð eflaust búnir að hjálpa mörgum krökkum í gegnum ómögulega tíma.

Það er gott að vita af þessu þegar guttinn minn byrjar í stærðfræði.

Með fyrir fram þökk!!

Eyþór Árni Sigurólason

6 LYKILATRIÐI

sem aðgreina HRAÐBRAUT frá öðrum úrræðum

1. Við útskýrum hugtökin í sérstökum hugtakamyndböndum
Margir leiðbeinendur gera þau mistök að að nota stærðfræðihugtök þegar þeir kenna, og gera ráð fyrir því að nemandinn skilji þau.  Þess vegna útskýrum við alltaf ný hugtök í sérstökum hugtakamyndböndum, svo nemandinn skilji hugtökin sem kennarinn notar í útskýringunum.

2. Kennslumyndböndin okkar eru stutt - það er léttara
Önnur algeng mistök er að hafa kennslumyndböndin of löng, jafnvel 5-10 mínútur.  Nemendur með athyglisbrest (ADD) eiga gjarnan erfitt með stærðfræði, og því eru löng kennslumyndbönd alls ekki það sem þeir þurfa.  Við gætum þess að hafa kennslumyndböndin stutt og hnitmiðuð.

3. Æfingadæmin okkar eru nógu mörg til að skila árangri
Oft fylgja engin æfingadæmi sýnikennslu, eða þá að þau eru of fá.  Eigi nemandinn að öðlast færni og sjálfstraust, þarf hann að geta reiknað 10-20 dæmi sjálfur.  Þess vegna fylgja 20 sérsamin æfingadæmi með hverjum kafla hjá okkur.

4. Við útbúum lausnarmyndbönd með öllum dæmum
Þegar nemandi getur ekki leyst dæmi, þá strandar hann.  Kennslumyndband kemur ekki í stað lausnarmyndbans.  Þess vegna fylgja lausnarmyndbönd með öllum dæmum, þar sem nemandinn getur horft á kennara leysa dæmið skref fyrir skref.

5. 100% samfella tryggir framfarir, skref fyrir skref
Bil á milli efnishluta er hættulegt fyrir nemanda sem stendur tæpt, því hann getur fallið í slíka sprungu og setið eftir.  Samfella í kennsluefninu er gríðarlega mikilvæg því þannig tryggjum við að nemandinn komist alltaf lengra, jafnvel einn og óstuddur.

6. Við kennum bara eitt í einu
Þetta er eitt mikilvægasta atriðið í stærðfræðikennslu, og mörgum leiðbeinendum sést yfir.  Sem dæmi, þá er ekki gott ef kennslumyndband í almennum brotum blandar saman samlagningu, frádrætti, samnefndum og ósamnefndum brotum.  Svona gerum við ekki.  Við kennum bara eitt í einu, sem tryggir að nemandinn kemst á milli kennsluhluta með fullan skilning og góða færni.


HVAÐ ER KENNT?

Öll lykilatriði grunnskólastærðfræðinnar á einum, stað í réttri röð!

  • Allt um ALMENN BROT - 14 mikilvægir kaflar í réttri röð
  • Allt um ALGEBRU - 24 mikilvægir kaflar í réttri röð
  • KAUPAUKI: 5 kaflar í Allt um RÚMFRÆÐI, kr. 9.900.-
  • KAUPAUKI: 5 kaflar í GRUNNREIKNINGI, KR. 9.900.-

HRAÐBRAUT

Nýtt efni vikulega og fullkomin samfella frá A-Ö!

Í hverri viku færðu 2 kafla í algebru og 2 kafla í almennum brotum.
Nemandinn fer á sínum hraða og hefur aðgang að efninu eins lengi og áskrift er virk.

25%
afsláttur

Byrjaðu núna fyrir aðeins kr. 11.900.- 8.925.-/mánuði.


Engin binding og 100% endurgreiðsluábyrgð í 30 daga frá skráningu.

30 daga endurgreiðsluábyrgð!  Þú hefur 30 daga til að sjá, skoða og nota námskeiðið og ef nemandinn bætir ekki skilning sinn á efninu endurgreiðum við þér kostnaðinn að fullu!

Við byrjum á byrjuninni og kennum bara eitt í einu!

Þetta hljómar kannski ótrúlega, en þetta er satt.  Við kennum efnið bókstaflega frá grunni svo það skiptir ekki máli í hvaða bekk þú ert, eða hversu illa þér finnst þú standa.

Ég ábyrgist að þú stoppar ekki vegna þess að þú skilur ekki fyrirmælin.  Ef svo ólíklega vill til, þá hefur þú heila 30 daga til að fá námskeiðið endurgreitt!

FYRIR HVERJA ER NÁMSKEIÐIÐ?

Námskeiðið hentar nemendum í 7.-10. bekk, hvort sem þeir vilja getað rifjað upp afmarkað efni stöku sinnum, eða þurfa kennslu frá grunni.  Skref fyrir skref.

Myndbönd eru stutt og hnitmiðuð, og henta því nemendum með lesblindu eða ADHD vel.

5 ÁSTÆÐUR TIL AÐ BYRJA NÚNA!

  1. Stendur barnið tæpt eða hefur það dregist aftur úr?
  2. Finnst þér vanta grunninn í stærðfræðina?
  3. Hefur þú reynt einkatíma en ekki gengið sem skyldi?
  4. Fær barnið þitt ekki aðstoð í kennslustund eða vill það ekki biðja um hjálp?
  5. Áttu sjálf(ur) erfitt með að útskýra eða hjálpa til heima?

YFIR 20 ÁRA KENNSLUREYNSLA

Stærðfræðinámskeiðið er samið af Halldóri Þorsteinssyni og Kolbeini Sigurjónssyni og er það afrakstur mikillar undirbúningsvinnu og yfir tuttugu ára sameiginlegrar kennslureynslu.

Kolbeinn Sigurjónsson hefur starfrækt Betra nám frá árinu 2004.  Hann er með Diplóma frá Alþjóðlegu Davis samtökunum (DDAI) auk Bsc. gráðu í tölvunafræði og réttinda í meðferðardáleiðslu.

Höfundar með Sirrý á Rás 2 í viðtali vegna námskeiðsins

Halldór Þorsteinsson hefur starfað við stærðfræðikennslu frá árinu 2009. Halldór er með Bsc. í viðskiptafræði, Msc. í alþjóðaviðskiptum og kennsluréttindi frá H.Í.

Betra nám hefur verið ráðgefandi í fjölmiðlum vegna umræðu um nám og námsörðugleika

"....önnur nálgun...."

"Ég mátti til með að óska ykkur til hamingju með þetta námskeið.

Myndböndin eru framúrstefnuleg og lífleg og nálgast nemendur á annan hátt en ég hef séð fyrr."

Fjalar, Eðlis- og stærðfræðikennari

Með ykkar hjálp tosuðum við dóttur okkur úr 2 í 7 í stærðfræði í vor, svo hún flaug inn í skólann sem hana langaði í. Takk fyrir okkur!

Sigríður - Móðir
"SLÓ ALGJÖRLEGA Í GEGN"

Almennu brotin slógu algjörlega í gegn og hér var sko beðið eftir því að nýtt efni kæmi á vefinn! Það var afar ánægjulegt að sjá krakka hreinlega velja að reikna (ánægjunnar vegna) heldur en að gera eitthvað annað.

Ég er þess fullviss að námskeiðið á stóran þátt í jákvæðu hugarfari nú í upphafi skólaárs. Takk kærlega fyrir okkur!

Arna - Móðir nemanda
"MJÖG SPENNANDI AÐ LÆRA"

Dóttir mín var orðin á eftir í stærðfræði og fannst erfitt að skilja nýjar aðferðir sem útskýrðar voru á venjulegan hátt. Henni fannst mjög spennandi að læra á þennan hátt.

Að fá sýnikennslu í tölvunni sem hún gat horft á aftur og aftur þangað til að hún skildi.

Við sjáum stóran mun á henni, hún er komin með áhuga á stærðfræði og finnst hún oft skemmtileg. Við þökkum kærlega fyrir okkur!

Birna - Móðir nemanda
"MIKLU ÖRUGGARI OG BETUR STÖDD"

Þetta hefur gengið mjög vel og við erum svo ánægð að hafa skráð hana hjá ykkur. Henni finnst þetta skemmtilegt og hefur verið dugleg, farið til baka til að rifja upp ef eitthvað stendur í henni, eins og á að gera.

Hún er orðin miklu öruggari og betur stödd í stærðfræðinni og þetta á eftir að koma henni til góða, það er ekki spurning.

Frábært miðað við okkar reynslu!

Guðbjörg -
Amma nemanda

Upptökurnar, útskýringarnar og dæmin sem sett eru upp á námskeiðinu erueinstaklega skýr og vel farið í gegnum öll atriði.

Erla M. Jóhannsdóttir
"HEFUR GENGIÐ VONUM FRAMAR"

Þetta hefur gengið vonum framar og ég finn að sonur minn hefur líka styrkst mikið í öðrum þáttum stærðfræðinnar vegna námskeiðsins.

Stærðfræðin gengur mun betur en í fyrra, svo er þetta svo góð upprifjun fyrir mig.

Kærar þakkir fyrir gott námskeið!

Hulda Katla - Móðir nemanda

Sælir! Það er ekki auðvelt að viðurkenna það en ég er 35 ára gamall og er að stunda fjarnám í verkmenntaskólanum á Akureyri í meistaranámi.

Ég skráði mig til að rifja upp allt og finna það sem er að hjá mér í stærðfræðinni,

Ég hef alla tíð átt erfitt með stærðfræði og vonaði að námið ykkar muni létta mér róðurinn í gegnum stærðfræðina,

Það sem ég er búinn að sjá af þessu er frábært námsefni og ég þakka ykkur fyrir að hafa búið þetta til þið eruð eflaust búnir að hjálpa mörgum krökkum í gegnum ómögulega tíma.

Það er gott að vita af þessu þegar guttinn minn byrjar í stærðfræði.

Með fyrir fram þökk!

Eyþór Árni Sigurólason
"ÖNNUR NÁLGUN"

Ég mátti til með að óska ykkur til hamingju með þetta námskeið.

Myndböndin eru framúrstefnuleg og lífleg og nálgast nemendur á annan hátt en ég hef séð fyrr.

Fjalar Freyr Einarsson - Eðlis- og stærðfræðikennari
"EINSTAKLEGA SKÝRT!"

Upptökurnar, útskýringarnar og dæmin sem sett eru upp á námskeiðinu eru einstaklega skýr og vel farið í gegnum öll atriði.


Erna M. Jóhannsdóttir - Móðir nemanda
"FRÁBÆRT VERKFÆRI"

Það sem er svo frábært er að sjá hvernig þetta "kveikir", eða "lýsir upp" þekkinguna. Þá er þetta bara frábært verkfæri fyrir okkur kennarana.

Anna og Lilja - Kennarar

EFNISTÖK

Vika 1

ALMENN BROT
1. Lykilhugtök
2. Samlagning (Samnefnd)

ALGEBRA
1. Grunnur
2. Líkir liðir

Vika 2

ALMENN BROT
1. Frádráttur (samnefnd)
2. Styttingar

ALGEBRA
1. Liðastærðir
2. Röð aðgerða

Vika 3

ALMENN BROT
1. Fullstyttingar
2. Óeiginleg brot

ALGEBRA
1. Einföldun liðastærða
2. Svigar 1

Vika 4

ALMENN BROT
1. Blandnar tölur
2. Samnefnari

ALGEBRA
1. Svigar 2
2. Gildi stæðu

Vika 5

ALMENN BROT
1. Lengingar
2. Heill

ALGEBRA
1. Svigamargfeldi
2. Þáttun – Grunnur

Vika 6

ALMENN BROT
1. Margföldun brota
2. Deiling brota

ALGEBRA
1. Þáttun 1
2. Veldi og veldareglur

Vika 7

ALMENN BROT
1. Krossstyttingar
2. Brotabrot

ALGEBRA
1. Jöfnur – Grunnur
2. Jöfnur – Með svigum

Vika 8

ALGEBRA
1. Jöfnur – Með brotum
2. Jöfnur – Krossmargföldun

Vika 9

ALGEBRA
1. Jöfnur – Svigar og brot
2. Veldi – Negatív

Vika 10

ALGEBRA
1. Rætur og brotin veldi
2. Stæður

Vika 11

ALGEBRA
1. Þáttun 2
2. Þáttun 3– Með svigum

Vika 12

ALGEBRA
1. Algebrubrot
2. Jöfnuhneppi – Tvær óþekktar

KAUPAUKAR, kr. 19.800.-

Rúmfræði

Grunnreikningur

Allt efnið kr. 9.900.- 0.-

  • Horn
  • Þríhyrningar
  • Píþagóras
  • Einshyrndir þríhyrningar
  • Hringir

Allt efnið kr. 9.900.- 0.-

  • Sætisskipan
  • Samlagning - Að "geyma"
  • Frádráttur - Að fá "lánað"
  • Margföldun stórra talna
  • Deiling stórra talna

ATH: 100% endurgreiðsluábyrgð!

Engin áhætta!  Við erum svo fullvissir um gæði kennslunnar að við bjóðum 30 daga endurgreiðsluábyrgð!

AUÐVELT Í NOTKUN

Þú ferð í gegnum efnið á þínum hraða og þegar þér hentar.

  • Kennsla frá grunni: Þú færð vandaða leiðsögn frá grunni sem þú skilur, jafnvel þótt staðan sé mjög slæm
  • Auðvelt að skilja: Kennslumyndböndin eru stutt og hnitmiðuð þar sem kennt er skref fyrir skref
  • Þú ræður tímanum: Fullur aðgangur að öllu efni meðan áskrift er virk

VIÐ ÚTSKÝRUM LÍKA HUGTÖKIN!

Oft má rekja erfiðleika í stærðfræði til þess að nemandinn skilur hugtökin ekki nægilega vel.  Við gætum þess að kynna ekki nýtt efni til sögunnar nema útskýra fyrst veigamikil hugtök sem tengjast efninu.

Hér er dæmi



Við höfum lagt allt okkar af mörkum til að búa til vandað kennsluefni en við vitum líka að alltaf geta vaknað spurningar. Ef þú hefur einhverjar er velkomið að svara þeim, sendu bara póst á kolbeinn@betranam.is og ég mun svara eins fljótt og kostur er.


Betra nám - Kjarna - Þverholt 2 - Mosfellsbær - s. 5666664