FJARNÁMSKEIÐ Í STÆRÐFRÆÐI

  • Heim
  • Innskráning
    • Mín síða
  • Log in

Til móts við nemandann

March 11, 2014 by Kolbeinn Sigurjónsson

Handleiðsla

Við gætum þess að efnið reynist nemandanum síður yfirþyrmandi með því að opna á nýtt efni á 3-5 daga fresti.

Þannig stillum við álagi í hóf og leiðum nemandann áfram, skref fyrir skref.

Smelltu hér til að sjá útlit og uppsetningu á efni.

Spjaldtölvuvænt

Vefurinn styðst við nýjustu tækni og hentar því öllum tækjum og stýrikerfum (Android, iPad,iPhone)

Myndrænt

„Youtube kynslóðin“ skilur stutt myndskilaboð betur en allt annað.  Stærðfræði er nógu snúin fyrir og því bætir flókið orðalag skýringardæma ekki úr.

Rúmlega 300 háskerpumyndbönd tilheyra námskeiðinu.

Lágmarkslestur

Engin fyrirmæli sem tilheyra kennsluefninu eru skrifleg. Við vildum gera námskeiðið eins notendavænt og mögulegt var fyrir nemendur sem glíma við lestrarörðugleika.

Athygli

Stutt vídeó halda athygli nemandans betur en texti auk þess sem flestum reynist auðveldara að skilja munnleg fyrirmæli en skrifleg.

Bölvun þekkingarinnar

Við þekkjum hann öll. Kennarinn sem kann efnið svo vel en getur engan veginn útskýrt það fyrir öðrum.  Allra síst nemendum sem standa höllum fæti fyrir.

Það er kallað “Bölvun þekkingarinnar” (e. “curse of knowledge”) þegar bilið milli nemandans og kennarans er svo mikið að það verður ekki brúað auðveldlega.  Kennari hefur auk þess ekki tíma til þess að útskýra hluti frá grunni aftur og aftur.  Á ákveðnum tímapunkti verður hann að gera ráð fyrir því að nemandinn hafi náð ákveðnum tökum á efninu.

Við erum meðvitaðir um þetta og því eru öll kennslumyndbönd afar ítarleg.  Engu er sleppt.  Allt er útskýrt og allt er sýnt.

Nemandinn getur að sjálfsögðu stöðvað myndbandið, bakkað og horft á aftur, strax eða síðar.

Stuðningur

Námskeiðinu fylgir stuðningur frá stærðfræðikennara og höfundi efnisins varðandi allt efni námskeiðsins.

Frelsi

Það skiptir ekki máli hvort þú býrð á Bíldudal, Egilsstöðum eða Reykjavík.  Námskeiðið er aðgengilegt í snjallsíma eða spjaldtölvu óháð staðsetningu nemandans.

Áskriftarleiðir

Filed Under: Námskeiðslýsing Tagged With: almenn brot, einkakennsla, fjarnámskeið, stærðfræði

Kolbeinn Sigurjónsson

Kolbeinn er stofnandi Betra nám og hefur sérhæft sig í námsúrræðum fyrir nemendur sem glíma við námsörðugleika.

Kolbeinn er með B.sc. í tölvunarfræði frá HR auk Diplómaréttinda í dáleiðslu og Davis lesblinduráðgjöf.

Halldór Þorsteinsson

Halldór hefur starfað við stærðfræðikennslu um árabil og hefur mikla reynslu af því að kenna nemendum sem glímt hafa við stærðfræðiörðugleika.
Halldór er með B.sc. og meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum auk kennsluréttinda frá KÍ.

Leit

Um okkur

Betra nám sérhæfir sig í úrræðum sem styrkja námsgetu. Áralöng reynsla gerir okkur kleift að bjóða hagkvæm og hnitmiðuð úrræði, hvort sem vandinn stafar af lesblindu, ADD eða reikniblindu (talnablindu).

Skráning

Veldu áskriftarleið sem hentar þér.

Það er auðvelt að finna okkur

Vertu í sambandi á þessum miðlum.

Copyright © 2023 · Agency Pro Theme on Genesis Framework · WordPress · Log in