FJARNÁMSKEIÐ Í STÆRÐFRÆÐI

  • Heim
  • Innskráning
    • Mín síða
  • Log in

Til móts við nemandann

March 11, 2014 by Kolbeinn Sigurjónsson

Handleiðsla

Við gætum þess að efnið reynist nemandanum síður yfirþyrmandi með því að opna á nýtt efni á 3-5 daga fresti.

Þannig stillum við álagi í hóf og leiðum nemandann áfram, skref fyrir skref.

Smelltu hér til að sjá útlit og uppsetningu á efni.

Spjaldtölvuvænt

Vefurinn styðst við nýjustu tækni og hentar því öllum tækjum og stýrikerfum (Android, iPad,iPhone)

Myndrænt

„Youtube kynslóðin“ skilur stutt myndskilaboð betur en allt annað.  Stærðfræði er nógu snúin fyrir og því bætir flókið orðalag skýringardæma ekki úr.

Rúmlega 300 háskerpumyndbönd tilheyra námskeiðinu.

Lágmarkslestur

Engin fyrirmæli sem tilheyra kennsluefninu eru skrifleg. Við vildum gera námskeiðið eins notendavænt og mögulegt var fyrir nemendur sem glíma við lestrarörðugleika.

Athygli

Stutt vídeó halda athygli nemandans betur en texti auk þess sem flestum reynist auðveldara að skilja munnleg fyrirmæli en skrifleg.

Bölvun þekkingarinnar

Við þekkjum hann öll. Kennarinn sem kann efnið svo vel en getur engan veginn útskýrt það fyrir öðrum.  Allra síst nemendum sem standa höllum fæti fyrir.

Það er kallað “Bölvun þekkingarinnar” (e. “curse of knowledge”) þegar bilið milli nemandans og kennarans er svo mikið að það verður ekki brúað auðveldlega.  Kennari hefur auk þess ekki tíma til þess að útskýra hluti frá grunni aftur og aftur.  Á ákveðnum tímapunkti verður hann að gera ráð fyrir því að nemandinn hafi náð ákveðnum tökum á efninu.

Við erum meðvitaðir um þetta og því eru öll kennslumyndbönd afar ítarleg.  Engu er sleppt.  Allt er útskýrt og allt er sýnt.

Nemandinn getur að sjálfsögðu stöðvað myndbandið, bakkað og horft á aftur, strax eða síðar.

Stuðningur

Námskeiðinu fylgir stuðningur frá stærðfræðikennara og höfundi efnisins varðandi allt efni námskeiðsins.

Frelsi

Það skiptir ekki máli hvort þú býrð á Bíldudal, Egilsstöðum eða Reykjavík.  Námskeiðið er aðgengilegt í snjallsíma eða spjaldtölvu óháð staðsetningu nemandans.

Áskriftarleiðir

Filed Under: Námskeiðslýsing Tagged With: almenn brot, einkakennsla, fjarnámskeið, stærðfræði

Um okkur

March 11, 2014 by Kolbeinn Sigurjónsson

Betra nám hefur í rúm 10 ár einbeitt sér að úrræðum fyrir nemendur sem standa höllum fæti í skólakerfinu.

Ný tækni

iPad_instructionsSprenging í útbreiðslu spjaldtölva og snjallsíma hefur opnað nýja möguleika í kennslu.

Segja má að dæmið hafi snúist við. Nemandinn þarf ekki að mæta á tiltekinn stað á tilteknum tíma til að læra tiltekna hluti; að grípa upplýsingar á lofti sem kennari miðlar á töflu.

Þess í stað getur nemandinn – hvar sem hann er staddur í heiminum – nálgast efnið þegar honum hentar.

Ný sýn

Við höfðum ákveðnar hugmyndir um það hvernig við vildum bera stærðfræðikennsluna á borð og vonumst við til að þessari nýbreytni verði vel tekið.

Við höfum búið til og tekið upp gríðarlegt magn dæma og myndbanda og gert það aðgengilegt á formi sem hentar nútíma nemendum, hvort sem þeir nota fartölvur, spjaldtölvur, eða snjallsima. 

15 ára sameiginleg reynsla

 

Við höfum samanlagt unnið í 15 ár við kennslu og ráðgjöf.

Flestir skjólstæðinga okkar hafa glímt við lestrar- eða stærðfræðiörðugleika af einhverju tagi og stór hluti greindur með lesblindu og athyglisbrest.

Áskriftarleiðir

Filed Under: Námskeiðslýsing Tagged With: almenn brot, einkakennsla, fjarnámskeið, stærðfræði

Skilmálar

March 11, 2014 by Kolbeinn

Áskrift og þjónusta

​

Með því að kaupa áskrift að fjarnámskeiðum Betra náms fellst kaupandi/áskrifandi eftirfarandi skilmála.

Þjónusta

  • Strax við kaup á áskrift fær kaupandi sent notendaheiti og aðgangsorð í tölvupósti.
  • Einstaklingsáskrift er einungis ætluð til einkanota.
  • Foreldrum nægir að kaupa eina áskrift fyrir börn sín.
  • Óheimilt er að gefa öðrum upp aðgangsorðin.
  • Ef af einhverjum ástæðum má ætla að aðgangsorðin hafi komist í hendur annarra en þeirra sem rétt eiga á að nota þau, þá er þess óskað að haft sé samband við Betra nám tafarlaust og verða þá ný aðgangsorð send, ella áskilur Betra nám sér rétt til að loka aðgangi tafarlaust.

Uppsögn / Lokun

  1. Kaupandi ber ábyrgð á því að segja upp áskrift, sem endurnýjast á 30 daga fresti þar til sagt upp.
  2. Kaupandi segir upp áskrift sjálfur með því að skrá sig inn á vefinn og velja uppsögn á "mín síða" (eða með því að senda tölvupóst á kolbeinn@betranam.is)

Endurgreiðsluábyrgð

Kaupanda býðst að fá námskeiðið endurgreitt sé þess óskað skriflega (í tölvupósti) innan 30 daga frá kaupum (nema sértækir skilmálar komi fram á sölusíðu viðkomandi námskeiðs).  Engar undantekningar eru á þessari reglu.

Áskriftarleiðir

​

UPPSÖGN ÁSKRIFTAR

Námskeiðið er áskriftarnámskeið. Í því felst að mánaðargjald er skuldfært af greiðslukorti kaupanda á 30 daga fresti (nema annað sé tekið fram) þar til hann óskar sjálfur eftir að ljúka áskrift.

Til að loka áskrift er smellt á "mín síða" úr valmynd, þar neðarlega á síðunni er áskriftaryfirlit.​

Lokun áskriftar

Filed Under: Námskeiðslýsing Tagged With: almenn brot, einkakennsla, fjarnámskeið, stærðfræði

Hvað er kennt?

November 6, 2013 by Kolbeinn Sigurjónsson

Markmið okkar var að búa til gæða kennsluefni í stærðfræði sem við myndum sjálfir vilja nota fyrir okkar börn.

Ekki síst var það markmið okkar að setja námsefnið þannig fram að nemendur sem lítið skilja og hafa hingað til átt mjög erfitt uppdráttar, myndu ná tökum á námsefninu.

Tímaröð

Við brjótum námsefnið upp í 10 hluta, svo nemandinn nái góðum og djúpum skilningi á hverjum hluta fyrir sig áður en lengra er haldið.

Við opnum nýjan hluta á nokkurra daga fresti og leggjum við mikla áherslu á að nemandinn ljúki efni hvers hluta áður en hann heldur áfram.
Ef nemandinn þarf lengri tíma til að ljúka við efnið og reikna dæmin sem fylgja, þá er það í góðu lagi, því eldra efni helst aðgengilegt meðan á áskrift stendur.

Framsetning

Við vitum að flestum nemendum líkar myndræn framsetning fremur en skrifleg.

Þess vegna lögðum við okkur fram um að setja námsefnið fram á fjölbreyttan, en skýran máta.

Við notumst við kennslumyndbönd og teiknimyndir auk hefðbundins texta og dæmablaða við framsetningu námskeiðsins.

Efnistök

Námskeiðið nær til eftirfarandi hluta.  Hver og einn námshluti er mikilvægur hlekkur í keðju sem slitnar auðveldlega ef nemandinn skilur ekki hvern hluta til botns.

  1. Lykilhugtök
  2. Samlagning og frádráttur – Samnefnd brot
  3. Stytting brota og fullstyttingar
  4. Blandnar tölur
  5. Óeiginleg brot
  6. Lenging brota og samnefnari
  7. Margföldun brota
  8. Deiling brota
  9. Krossstytting
  10. Brotabrot

Hverjum hluta fylgja vönduð skýringardæmi og kennslumyndbönd auk verkefna sem nemandinn vinnur.

Allar lausnir eru aðgengilegar á vídeóformi svo nemandinn þarf ekki að velkjast í vafa um hvað það var sem hann gerði vitlaust.

Áskriftarleiðir

Filed Under: Námskeiðslýsing Tagged With: almenn brot, einkakennsla, fjarnámskeið, stærðfræði

Fyrir hverja?

November 5, 2013 by Kolbeinn Sigurjónsson

Almenn brot gegna lykilhlutverki í framhaldsnámi barnsins þíns.

Fjarnámskeiðið Almenn brot er sniðið að þörfum nemenda í 5.-10. bekk auk þeirra sem eru í Stæ102 á framhaldsskólastigi.

Námskeiðið hentar nemendum hvort sem þeir glíma við erfiðleika eða ekki.  Það einfaldar hlutina fyrir nemandanum sem gengur þokkalega vel og flýtir fyrir; eyðir óvissu.

En ef þitt barn hefur átt erfitt uppdráttar í stærðfræði þá getur þetta hreinlega skipt sköpum. Punktur.

Áskriftarleiðir

Filed Under: Námskeiðslýsing Tagged With: almenn brot, einkakennsla, fjarnámskeið, lesblinda, reikniblinda, stærðfræði

Kolbeinn Sigurjónsson

Kolbeinn er stofnandi Betra nám og hefur sérhæft sig í námsúrræðum fyrir nemendur sem glíma við námsörðugleika.

Kolbeinn er með B.sc. í tölvunarfræði frá HR auk Diplómaréttinda í dáleiðslu og Davis lesblinduráðgjöf.

Halldór Þorsteinsson

Halldór hefur starfað við stærðfræðikennslu um árabil og hefur mikla reynslu af því að kenna nemendum sem glímt hafa við stærðfræðiörðugleika.
Halldór er með B.sc. og meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum auk kennsluréttinda frá KÍ.

Leit

Um okkur

Betra nám sérhæfir sig í úrræðum sem styrkja námsgetu. Áralöng reynsla gerir okkur kleift að bjóða hagkvæm og hnitmiðuð úrræði, hvort sem vandinn stafar af lesblindu, ADD eða reikniblindu (talnablindu).

Skráning

Veldu áskriftarleið sem hentar þér.

Það er auðvelt að finna okkur

Vertu í sambandi á þessum miðlum.

Copyright © 2023 · Agency Pro Theme on Genesis Framework · WordPress · Log in