FJARNÁMSKEIÐ Í STÆRÐFRÆÐI

  • Heim
  • Innskráning
    • Mín síða
  • Log in

Um okkur

March 11, 2014 by Kolbeinn Sigurjónsson

Betra nám hefur í rúm 10 ár einbeitt sér að úrræðum fyrir nemendur sem standa höllum fæti í skólakerfinu.

Ný tækni

iPad_instructionsSprenging í útbreiðslu spjaldtölva og snjallsíma hefur opnað nýja möguleika í kennslu.

Segja má að dæmið hafi snúist við. Nemandinn þarf ekki að mæta á tiltekinn stað á tilteknum tíma til að læra tiltekna hluti; að grípa upplýsingar á lofti sem kennari miðlar á töflu.

Þess í stað getur nemandinn – hvar sem hann er staddur í heiminum – nálgast efnið þegar honum hentar.

Ný sýn

Við höfðum ákveðnar hugmyndir um það hvernig við vildum bera stærðfræðikennsluna á borð og vonumst við til að þessari nýbreytni verði vel tekið.

Við höfum búið til og tekið upp gríðarlegt magn dæma og myndbanda og gert það aðgengilegt á formi sem hentar nútíma nemendum, hvort sem þeir nota fartölvur, spjaldtölvur, eða snjallsima. 

15 ára sameiginleg reynsla

 

Við höfum samanlagt unnið í 15 ár við kennslu og ráðgjöf.

Flestir skjólstæðinga okkar hafa glímt við lestrar- eða stærðfræðiörðugleika af einhverju tagi og stór hluti greindur með lesblindu og athyglisbrest.

Áskriftarleiðir

Filed Under: Námskeiðslýsing Tagged With: almenn brot, einkakennsla, fjarnámskeið, stærðfræði

Kolbeinn Sigurjónsson

Kolbeinn er stofnandi Betra nám og hefur sérhæft sig í námsúrræðum fyrir nemendur sem glíma við námsörðugleika.

Kolbeinn er með B.sc. í tölvunarfræði frá HR auk Diplómaréttinda í dáleiðslu og Davis lesblinduráðgjöf.

Halldór Þorsteinsson

Halldór hefur starfað við stærðfræðikennslu um árabil og hefur mikla reynslu af því að kenna nemendum sem glímt hafa við stærðfræðiörðugleika.
Halldór er með B.sc. og meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum auk kennsluréttinda frá KÍ.

Leit

Um okkur

Betra nám sérhæfir sig í úrræðum sem styrkja námsgetu. Áralöng reynsla gerir okkur kleift að bjóða hagkvæm og hnitmiðuð úrræði, hvort sem vandinn stafar af lesblindu, ADD eða reikniblindu (talnablindu).

Skráning

Veldu áskriftarleið sem hentar þér.

Það er auðvelt að finna okkur

Vertu í sambandi á þessum miðlum.

Copyright © 2023 · Agency Pro Theme on Genesis Framework · WordPress · Log in